Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Tvær breytingar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stefán Teitur (t.h.) kemur inn í liðið en Alfons Sampsted situr áfram á bekknum.
Stefán Teitur (t.h.) kemur inn í liðið en Alfons Sampsted situr áfram á bekknum. VÍSIR/VILHELM

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn við Liechtenstein á Rheinpark Stadion í Vaduz liggur fyrir. Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar frá leik fimmtudagsins.

Ísland er án stiga í riðlinum eftir 3-0 tap fyrir Bosníu ytra á fimmtudagskvöld. Liechtenstein er sömuleiðis stigalaust eftir 4-0 tap fyrir Portúgal.

Líkt og búist var við kemur Aron Einar Gunnarsson inn í lið í dag og ber fyrirliðabandið eftir að hafa verið í banni gegn Bosníu á fimmtudaginn var. Daníel Leó Grétarsson víkur.

Stefán Teitur Þórðarson kemur þá einnig inn í byrjunarliðið í stað Arnórs Ingva Traustasonar og verður djúpur á miðjunni.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson

Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson

Miðjumaður: Stefán Teitur Þórðarson

Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson

Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson

Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson

Framherji: Alfreð Finnbogason

Hér má sjá beina textalýsingu Vísis frá leik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×