Páll gefst ekki upp og blæs til söfnunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 12:27 Arnar Þór Ingólfsson, Páll Vilhjálmsson og Þórður Snær Júlíusson. Vísir Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, hefur sett af stað söfnun fyrir málskostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar. Páll var í vikunni dæmdur til að greiða blaðamönnum Kjarnans miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla í tengslum við Samherjamálið. „Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 1,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. […] Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir Páll Vilhjálmsson á bloggsíðu sinni. Byrlun og stuldur á síma Þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði mbl.is Ummælin sem Páll lét falla, og dæmd voru ómerk, voru af tvennum toga. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september Páll Vilhjálmsson hefur ítrekað fjallað um málið og ýjað að því að Þórður Snær og Arnar Þór hafi átt þátt í að Páli skipstjóra var byrlað og síma hans stolið. Héraðsdómari taldi Pál hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og ummælin því dæmd ómerk. Mat dómsins væri að um ærumeiðandi aðdróttun hafi verið að ræða, og í ummælunum fælist ólögmæt meingerð, sem væri þar af leiðandi skaðabótaskyld. „RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður. Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar,“ segir Páll á bloggsíðu sinni að lokum, og bendir á þartilgerðan styrktarreikning. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05 Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 1,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. […] Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir Páll Vilhjálmsson á bloggsíðu sinni. Byrlun og stuldur á síma Þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði mbl.is Ummælin sem Páll lét falla, og dæmd voru ómerk, voru af tvennum toga. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september Páll Vilhjálmsson hefur ítrekað fjallað um málið og ýjað að því að Þórður Snær og Arnar Þór hafi átt þátt í að Páli skipstjóra var byrlað og síma hans stolið. Héraðsdómari taldi Pál hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og ummælin því dæmd ómerk. Mat dómsins væri að um ærumeiðandi aðdróttun hafi verið að ræða, og í ummælunum fælist ólögmæt meingerð, sem væri þar af leiðandi skaðabótaskyld. „RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður. Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar,“ segir Páll á bloggsíðu sinni að lokum, og bendir á þartilgerðan styrktarreikning.
Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05 Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05
Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“