Fótbolti

Vildi lítið tjá sig um breytingar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnar Þór gaf lítið upp um breytingar á byrjunarliði.
Arnar Þór gaf lítið upp um breytingar á byrjunarliði. Getty

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði ekki mikið um mögulegar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Liechtenstein í dag. Liðið átti slakan leik í Bosníu á fimmtudag.

Liðsval Arnars Þórs var víða gagnrýnt og því gekk illa að eiga við Bosníumenn í sannfærandi 3-0 sigri heimamanna í Zenica á fimmtudaginn var.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri á Fótbolti.net, spurði Arnar á blaðamannafundi liðsins í gær hvort von væri á breytingum á byrjunarliði Íslands þar sem eldri leikmenn, þar á meðal Guðlaugur Victor Pálsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, tóku lítinn þátt á æfingu gærdagsins.

„Dagurinn í dag er dagur tvö eftir leik. Þegar menn eru orðnir eldri er það oft erfiðasti dagurinn. Þó þeir hafi nokkrir ekki stigið út úr æfingunni eftir leik er það bara planað. Einfaldlega til þess að ná orku og krafti fyrir morgundaginn,“

„Þetta var bara gert til að vernda aðeins eldri lappir,“ sagði Arnar Þór sem tjáði sig ekki um mögulegar breytingar á byrjunarliðinu.

Ljóst er að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur inn í byrjunarliðið og þá líklega sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson er líklegri en Hörður Björgvin Magnússon til þess að víkja fyrir Aroni en þá verður áhugavert að sjá hvort Guðlaugur Victor verði í miðlægari stöðu en í bakverði, líkt og hann var í Bosníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×