Fótbolti

Belgía fór létt með Sví­þjóð en Zlatan stal fyrir­sögnunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku skoraði öll þrjú mörk Belgíu í kvöld.
Romelu Lukaku skoraði öll þrjú mörk Belgíu í kvöld. Michael Campanella/Getty Images

Öllum leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu er nú lokið. Færeyjar gerðu 1-1 jafntefli við Moldóvu á útivelli á meðan Belgía vann stórsigur í Svíþjóð. Zlatan Ibrahimović kom hins vegar inn af bekknum hjá Svíum og varð það með elsti leikmaður í sögu undankeppninnar.

Svíþjóð tók á móti Belgíu á Friends-vellinum en gestirnir voru ekki með vináttu í huga. Eftir dapurt gengi á HM mættu þeir með klærnar úti og Romelu Lukaku minnti heldur betur á sig. Framherjinn skoraði öll þrjú mörkin og sá til þess að Belgar byrja undankeppnina með látum, lokatölur 0-3.

Hinn 41 árs gamli Zlatan kom inn af bekknum þegar 17 mínútur voru til leiksloka og varð þar með elsti leikmaður til að taka þátt í undankeppni EM frá upphafi.

Færeyjar gerðu 1-1 jafntefli við Moldóvu ytra þar sem Mads Mikkelsen kom Færeyingum yfir. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin úr vítaspyrnu á 86. mínútu og jafntefli niðurstaðan.

Önnur úrslit

Búlgaría 0-1 Svartfjallaland

Austurríki 4-1 Aserbaísjan

Tékkland 3-1 Pólland

Gíbraltar 0-3 Grikkland

Serbía 2-0 Litáen


Tengdar fréttir

Frakk­land kláraði Holland á tuttugu mínútum

Frakkland og Holland mættust í áhugaverðasta leik kvöldsins í undankeppni EM 2024. Bæði lið fóru langt á HM í Katar en töpuðu gegn Argentínu sem stóð uppi sem heimsmeistari. Leikur kvöldsins var aldrei spennandi en Frakkar kláruðu dæmið strax í fyrri hluta fyrri hálfleiks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.