Svíþjóð tók á móti Belgíu á Friends-vellinum en gestirnir voru ekki með vináttu í huga. Eftir dapurt gengi á HM mættu þeir með klærnar úti og Romelu Lukaku minnti heldur betur á sig. Framherjinn skoraði öll þrjú mörkin og sá til þess að Belgar byrja undankeppnina með látum, lokatölur 0-3.
Hinn 41 árs gamli Zlatan kom inn af bekknum þegar 17 mínútur voru til leiksloka og varð þar með elsti leikmaður til að taka þátt í undankeppni EM frá upphafi.
41-year-old Zlatan Ibrahimovic comes on for Sweden and becomes the oldest men's player to appear in a EURO qualifier pic.twitter.com/y2Gfj7IHcx
— B/R Football (@brfootball) March 24, 2023
Færeyjar gerðu 1-1 jafntefli við Moldóvu ytra þar sem Mads Mikkelsen kom Færeyingum yfir. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin úr vítaspyrnu á 86. mínútu og jafntefli niðurstaðan.
Önnur úrslit
Búlgaría 0-1 Svartfjallaland
Austurríki 4-1 Aserbaísjan
Tékkland 3-1 Pólland
Gíbraltar 0-3 Grikkland
Serbía 2-0 Litáen