Fótbolti

Tuchel nýr þjálfari Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Tuchel er tekinn við Bayern.
Thomas Tuchel er tekinn við Bayern. Getty/Harriet Lander

Thomas Tuchel er nýr þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann skrifar undir samning til sumarsins 2025.

Bayern rak í gær Julian Nagelsmann sökum slaks árangurs í deildinni. Sem stendur er liðið stigi á eftir Borussia Dortmund þegar níu umferðir eru eftir. Bayern er hins vegar með 100 prósent árangur í Meistaradeild Evrópu og komið í 8-liða úrslit þar sem Manchester City bíður.

Bayern var ekki lengi að finna eftirmann Nagelsmann en hinn 49 ára gamli Tuchel var staðfestur sem nýr þjálfari liðsins strax í dag.

Tuchel hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea fyrr á þessari leiktíð. Hann tók við liðinu árið 2021 og gerði það að Evrópumeisturum sama ár.  Hann hefur áður stýrt liðum á borð við Dortmund og Paris Saint-Germain.


Tengdar fréttir

Bayern losar sig við Nagelsmann fyrir Tuchel

Julian Nagelsmann verður ekki þjálfari Bayern Munchen ef marka má fréttir kvöldsins. Ýmsir miðlar greina frá því að Bayern hafi ákveðið að reka Nagelsmann og ráða Thomas Tuchel í staðinn.

Stjóri Bayern segir leikmenn sína lata

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, var æfur eftir tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í gær og gagnrýndi leikmenn þess harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×