Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. mars 2023 15:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir þau líklega munu afgreiða málið frá sér einhvern tímann undir vorið. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40
„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42
Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01