Meint brot afans fyrndust vegna mistaka lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2023 11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða konu sem kærði afa sinn fyrir kynferðisbrot 1,4 milljónir í miskabætur. Mistök lögreglu urðu til þess að málið fyrndist á meðan það var til rannsóknar þar. Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira