Innlent

Sakaður um að hafa myndað sam­býlis­konu sína þegar hún svaf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmaðurinn kemur fyrir dóminn í apríl þegar aðalmeðferð málsins fer fram.
Karlmaðurinn kemur fyrir dóminn í apríl þegar aðalmeðferð málsins fer fram. vísir/Vilhelm

Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa tekið kynferðislegar ljósmyndir af sambýliskonu sinni í óþökk hennar. Aðalmeðferð í málinu fer fram í apríl.

Fram kemur í ákæru á hendur manninum að karlmaðurinn hafi á þáverandi heimili sínu án samþykkis tekið ljósmynd af rassi og kynfærum þáverandi sambýliskonu sinnar. Hann hafi fyrst dregið frá nærbuxur hennar þar sem hún lá sofandi í rúminu.

Framgreind háttsemi hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi konunnar. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×