Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 07:32 Manchester United hefur verið í eigu bandarísku Glazer-fjölskyldunnar frá árinu 2005. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út. Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út.
Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira