Hvergi til nægileg þekking til að finna endanlega lausn á rakavandamálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 06:51 Ráðherra segir vandann liggja í röngum vinnubrögðum og vanrækslu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að ekki liggi fyrir nægileg þekking hér á landi þannig að finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um byggingarannsóknir. Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“ Húsnæðismál Mygla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“
Húsnæðismál Mygla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira