Hvergi til nægileg þekking til að finna endanlega lausn á rakavandamálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 06:51 Ráðherra segir vandann liggja í röngum vinnubrögðum og vanrækslu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að ekki liggi fyrir nægileg þekking hér á landi þannig að finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um byggingarannsóknir. Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“ Húsnæðismál Mygla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“
Húsnæðismál Mygla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira