Fótbolti

Albertsmálið grafið, skrýtnar æfingar og heilsteypt plan

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.
Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Vísir/Skjáskot

Farið var um víðan völl á blaðamannafundi Íslands fyrir leik morgundagsins við Bosníu í undankeppni EM 2024. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.

Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 í borginni Zenica í Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Arnar Þór vildi á fundinum lítið segja um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar er varðar son hans Albert Guðmundsson og hvernig Arnar hefur tjáð sig um leikmanninn í fjölmiðlum á fundinum.

Aðspurður um viðbrögð við ógn stormsentersins Edin Dzeko annað kvöld sagðir Arnar þá að stöðva þyrfti fleiri ógnir í liði Bosníu og koma í veg fyrir að Dzeko fengi yfirhöfuð boltann.

Aron Einar Gunnarsson sammæltist því þá að það væri furðulegt að æfa af fullum krafti fyrir leik sem hann tæki ekki þátt í en hann verður í leikbanni annað kvöld.

Klippa: Blaðamannafundur Íslands

Fleira kom fram á fundinum en allt það helsta frá honum má sjá í spilaranum að ofan.

Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld í Zenica. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.