Fótbolti

Selfoss vann sinn annan sigur í Lengjubikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Barbára Sól skoraði fyrir Selfoss í kvöld.
Barbára Sól skoraði fyrir Selfoss í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld.

Leikurinn í kvöld hafði litla þýðingu hvað úrslitin í riðlinum varðar. Hvorugt liðið átti möguleika á að komast í undanúrslitin, KR hafði tapað öllum sínum leikjum og Selfoss unnið einn sigur í fjórum leikjum.

Það voru gestirnir í KR sem komust yfir í upphafi leiksins í kvöld en KR leikur í Lengjudeildinni í sumar en Selfoss í Bestu deildinni. Hafrún Mist Guðmundsdóttir skoraði þá strax á þriðju mínútu leiksins.

Það stefndi reyndar allt í mikla markaveislu því Selfoss svaraði með þremur mörkum á aðeins sautján mínútum. Fyrst jafnaði Katrín Ágústsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir kom Selfossi síðan í 2-1 áður en Eva Lind Elíasdóttir skoraði þriðja markið.

Staðan í hálfleik 3-1 en Selfoss bætti við einu marki eftir hlé. Það skoraði Auður Helga Halldórsdóttir á 84. mínútu og tryggði Selfoss 4-1 sigur.

Selfoss endar Lengjubikarinn þar með í 4. sæti riðilsins en KR neðst án stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.