Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2023 11:30 Sigríður Vala Jóhannsdóttir og Hannes sonur hennar sem oft hafði engan til að eiga í samskiptum við á leikskólanum, þar sem táknmálstalandi starfsfólk skorti. aðsend Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Síðasta sumar greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs treysti sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafði drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún kærði skólann til menntamálaráðuneytisins og óttaðist að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Flúðu þjónustuleysið á Íslandi Þær áhyggjur hafa nú raungerst en Sigríður Vala Jóhannsdóttir, alltaf kölluð Sigga Vala, og maðurinn hennar Sindri Jóhannsson fluttu með syni þeirra tvo fyrir rúmlega tveimur vikum til Svíþjóðar þar sem þjónustuleysið hér á landi sé algjört. „Við Sindri viljum að synir okkar geti sótt sér menntun og þá á ég við að þeir geti gengið í skóla þar sem heyrnarlaus börn mæta ekki útskúfun. Skóla þar sem þeir sitja ekki fremst í skólastofunni og þurfa að treysta á túlk klukkutímum saman. Skóla þar sem þeim er ekki strítt vegna táknmálsins,“ segir Sigga Vala og heldur áfram að telja upp dæmi. „Skóla þar sem kennararnir tala beint við þá og þar sem þeir eru þátttakendur í öllu skólastarfi. Þar sem skólinn er settur upp og hannaður fyrir börn eins og þá. Skóla þar sem þeir geta eignast vini sem fylgja þeim út fullorðinsárin.“ Hún segir að slíkur skóli gæti vel þrifist á Íslandi en því miður sé enginn slíkur í boði hér á landi. „Það er helsta ástæða þess að við fluttum af landi brott.“ Bætir í hópinn Fjölskylda Siggu Völu er ekki sú eina sem hefur flúið land vegna þjónustuleysis en í júlí greindum við frá því að minnst þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi gert slíkt hið sama. „Hvar er áætlunin?“ Fjölskyldan býr nú í borginni Örebro sem Sigga Vala segir að sé oft kölluð höfuðborg táknmálsins. „Borgin hefur aðgerðaráætlun þegar kemur að táknmálstalandi fólki, hvar er slík áætlun á Íslandi?“ Sigga Vala segir að aðal munurinn á Íslandi og Svíþjóð, þegar kemur að táknmálinu, sé sá að táknmálstalandi fólk hefur tilverurétt þar ytra. „Borgin viðurkennir táknmál sem tungumál, frekar en tól sem heyrnarlausir nota.“ Níu mánuðir eru síðan menningarmálaráðherra sagði að gera þyrfti betur í þessum málum. „Heyrnarlausir sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi“ Áður en synir Siggu Völu og Sindra byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð fóru foreldrarnir á fund með deildarstjóranum. „Áður en synir okkar byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð þá hittum við deildarstjórann og það var í fyrsta sinn sem við tölum við skólastjórnanda án þess að þurfa að reiða okkur á túlk. Skólastjórnendurnir töluðu táknmál og það sem meira er, þeir eru heyrnarlausir. Heyrnarlaust fólk er sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi.“ Sigga Vala segir að þó fjölskyldunni þyki erfitt að hafa þurft að flytja frá Íslandi fylgi því ákveðinn léttir að synir hennar fái nú loks þjónustu.aðsend „Synir okkar eiga loks sinn stað í samfélaginu“ Sigga Vala segir að það hryggi hana og fjölskylduna mjög að hafa þurft að flytja til annars lands til þess að sækja þjónustu sem ætti að vera sjálfsögð. „Okkur finnst mjög leiðinlegt að hafa þurft að flytja frá Íslandi. Við erum Íslendingar en á sama tíma finnur maður fyrir örlitlum létti. Synir okkar fá nú að minnsta kosti að eiga sinn stað í sænsku samfélagi.“ Sigga Vala segir að Hannes sonur hennar hafi oft ekki haft neinn til að eiga í samskiptum við á leikskólanum Sólborg þar sem oft hafi ekki verið neinn táknmálstalandi á vakt.aðsend Táknmál Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Síðasta sumar greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs treysti sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafði drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún kærði skólann til menntamálaráðuneytisins og óttaðist að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Flúðu þjónustuleysið á Íslandi Þær áhyggjur hafa nú raungerst en Sigríður Vala Jóhannsdóttir, alltaf kölluð Sigga Vala, og maðurinn hennar Sindri Jóhannsson fluttu með syni þeirra tvo fyrir rúmlega tveimur vikum til Svíþjóðar þar sem þjónustuleysið hér á landi sé algjört. „Við Sindri viljum að synir okkar geti sótt sér menntun og þá á ég við að þeir geti gengið í skóla þar sem heyrnarlaus börn mæta ekki útskúfun. Skóla þar sem þeir sitja ekki fremst í skólastofunni og þurfa að treysta á túlk klukkutímum saman. Skóla þar sem þeim er ekki strítt vegna táknmálsins,“ segir Sigga Vala og heldur áfram að telja upp dæmi. „Skóla þar sem kennararnir tala beint við þá og þar sem þeir eru þátttakendur í öllu skólastarfi. Þar sem skólinn er settur upp og hannaður fyrir börn eins og þá. Skóla þar sem þeir geta eignast vini sem fylgja þeim út fullorðinsárin.“ Hún segir að slíkur skóli gæti vel þrifist á Íslandi en því miður sé enginn slíkur í boði hér á landi. „Það er helsta ástæða þess að við fluttum af landi brott.“ Bætir í hópinn Fjölskylda Siggu Völu er ekki sú eina sem hefur flúið land vegna þjónustuleysis en í júlí greindum við frá því að minnst þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi gert slíkt hið sama. „Hvar er áætlunin?“ Fjölskyldan býr nú í borginni Örebro sem Sigga Vala segir að sé oft kölluð höfuðborg táknmálsins. „Borgin hefur aðgerðaráætlun þegar kemur að táknmálstalandi fólki, hvar er slík áætlun á Íslandi?“ Sigga Vala segir að aðal munurinn á Íslandi og Svíþjóð, þegar kemur að táknmálinu, sé sá að táknmálstalandi fólk hefur tilverurétt þar ytra. „Borgin viðurkennir táknmál sem tungumál, frekar en tól sem heyrnarlausir nota.“ Níu mánuðir eru síðan menningarmálaráðherra sagði að gera þyrfti betur í þessum málum. „Heyrnarlausir sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi“ Áður en synir Siggu Völu og Sindra byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð fóru foreldrarnir á fund með deildarstjóranum. „Áður en synir okkar byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð þá hittum við deildarstjórann og það var í fyrsta sinn sem við tölum við skólastjórnanda án þess að þurfa að reiða okkur á túlk. Skólastjórnendurnir töluðu táknmál og það sem meira er, þeir eru heyrnarlausir. Heyrnarlaust fólk er sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi.“ Sigga Vala segir að þó fjölskyldunni þyki erfitt að hafa þurft að flytja frá Íslandi fylgi því ákveðinn léttir að synir hennar fái nú loks þjónustu.aðsend „Synir okkar eiga loks sinn stað í samfélaginu“ Sigga Vala segir að það hryggi hana og fjölskylduna mjög að hafa þurft að flytja til annars lands til þess að sækja þjónustu sem ætti að vera sjálfsögð. „Okkur finnst mjög leiðinlegt að hafa þurft að flytja frá Íslandi. Við erum Íslendingar en á sama tíma finnur maður fyrir örlitlum létti. Synir okkar fá nú að minnsta kosti að eiga sinn stað í sænsku samfélagi.“ Sigga Vala segir að Hannes sonur hennar hafi oft ekki haft neinn til að eiga í samskiptum við á leikskólanum Sólborg þar sem oft hafi ekki verið neinn táknmálstalandi á vakt.aðsend
Táknmál Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00
Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00
„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14