Innlent

Fara fram á á­­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir skot­manninum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var leiddur úr Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. mars síðastliðinn.
Maðurinn var leiddur úr Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að farið verði fram á að maðurinn verði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út klukkan 16 í dag.

Maðurinn, sem er um þrítugt, hljóp af vettvangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Hann var svo handtekinn daginn eftir. 

Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni.

Grímur segir að rannsókn miði vel. Maðurinn hafi verið yfirheyrður nokkrum sinnum og hafi lögregla farið vel yfir þau gögn sem hafi verið söfnuð saman við rannsókn málsins. 


Tengdar fréttir

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Telja sig komna á slóð byssu­manns

Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×