Enski boltinn

Ætla að stoppa leiki til að leyfa mönnum eins og Mo Salah og Kante að borða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah mætir svangur í leiki næsta mánuðinn en það verður tekið tillit til trúar hans.
Mohamed Salah mætir svangur í leiki næsta mánuðinn en það verður tekið tillit til trúar hans. Getty/Peter Byrne

Dómarar í ensku úrvalsdeildinni og ensku neðri deildunum hafa verið beðnir um að taka tillit til íslömsku leikmanna hennar á meðan Ramadan stendur yfir.

Ramadan er föstumánuður í íslömskum sið þar sem fastað er frá sólarupprás til sólarlags.

Það þýðir að íslamskir leikmenn liðanna hafa ekkert borðað síðan snemma um morguninn þegar er komið fram í leik sem hefst skömmu fyrir sólarlag.

Samkvæmt heimildum New York Times, ESPN og annarra erlendra fjölmiðla, þá hafa dómararnir fengið fyrirmæli um að stoppa leikinn á meðan íslömsku leikmennirnir borða og ná sér í orku til að geta klárað leikinn.

Það er nóg af íslömskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem dæmi og þar má nefna leikmenn eins og Mohamed Salah hjá Liverpool, Ilkay Gundogan hjá Manchester City og N'Golo Kante hjá Chelsea.

Fastan er ein af fimm grundvallaratriðum íslömsku trúarinnar og það er búist við því að þessir fyrrnefndu leikmenn fasti í einn mánuð frá sólarupprás til sólarlags.

Ramadan byrjar í dag og stendur til 21. apríl næstkomandi.

Leikur á milli Leicester City og Crystal Palace í apríl 2021 er talinn vera sá fyrsti í sögunni þar sem leikurinn var stoppaður til að leyfa leikmönnum að borða og drekka í miðjum leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.