Innlent

Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ólafur Stephenssen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ræddi verðmun á kjúklingabringum í kvöldfréttum.
Ólafur Stephenssen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ræddi verðmun á kjúklingabringum í kvöldfréttum. skjáskot

Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 

Verðmunurinn skýrist af samþykkt Alþingis á bráðabirgðaákvæði í tollalögum á síðasta ári, þar sem tollar af úkraínskum kjúklingabringum eru felldar niður. 

Ólafur Stephenssen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2:

„Hér kostar kílóið af úkraínskum gæðakjúklingi tæpar 1.300 krónur. Það er 25-30 prósent ódýrara en annar frosinn kjúklingur  hér sem er væntanlega fluttur inn með útboðsgjaldi sem ríkið rukkar fyrir tollkvótana,“ segir Ólafur og bætir við að íslenskur ferskur kjúklingur kosti upp undir 3.000 krónur á kílóið, þannig að úkraínki kjóklingurinn sé um 55 prósentum ódýrari . 

„Þetta sýnir hvað tollarnir hækka veðrið mikið og hvað neytendur myndu græða mikið á því að þeir yrðu lækkaðir, eins og við og okkar viðsemjendur í Alþýðusambandinu höfum verið að leggja til við stjórnvöld til að berjast gegn verðbólgunni og lækka matarverðið,“ segir Ólafur.

Um er að ræða bráðabirgðaákvæði sem rennur út í maí. 

„Þá verður enginn úkraínskur kjúklingur, er ég hræddur um,“ segir Ólafur spurður út í hvað taki þá við. „Við hvetjum eindregið til þess að þetta bráðabirgðaákvæði veri framlengt. Þetta var gert að beiðni úkraínskra stjórnvalda og með þessu sláum við tvær flugur í einu höggi: við lækkum matarverð og styðjum Úkraínu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×