Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:13 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri gerir ráð fyrir að þjálfun lögreglumanna í notkun rafbyssa geti hafist í sumar eða haust. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. Fréttastofa náði tali af Sigríði Björk þegar hún var á leið á fræðslufund hjá þjóðaröryggisráði í Ráðherrabústaðnum. „Það er sérstaklega verið að velta fyrir sér hvernig samhengið á milli búkmyndavélanna og rafbyssanna er, hvort þær virkjast sjálfkrafa og hvort það þurfi þá einhvern sérstakan búnað út frá þeim búkmyndavélum sem við erum með. Síðan þarf að setja reglur og þjálfa og vinna með þetta allt saman, vinna með rannsóknir og hafa samráð. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Núna erum við náttúrulega að undirbúa leiðtogafundinn þannig að við væntanlega munum ekki fara á fullt í þennan undirbúning fyrr en að honum loknum.“ Er hugmyndin sú að allir lögreglumenn gangi með rafbyssur? Nei, hugmyndin er minna mengi. Ég held að það sé ekki verið að hugsa þetta sem persónulegan úthlutaðan búnað heldur er frekar verið að reyna að byrja með ákveðið mengi ákveðinna hópa og sjá hvernig þetta gengur, læra af meðferðinni og vanda sig við innleiðinguna og notkunina. Ég held að það sé kannski mikilvægast í þessu sambandi. Þetta er nýt tog við þurfum að passa að öllum réttum ferlum sé fylgt, að við lærum af þeim mistökum sem hafa verið gerð annars staðar og nýtum þá kosti sem eru af þessu tæki.“ Sigríður var innt eftir tímaramma; hvenær hún sæi fyrir sér að lögreglumenn gætu hafið notkun á rafbyssum. „Það fer náttúrulega dálítið eftir því hvenær við náum að fá þetta til landsins. Við þurfum að þjálfa á nákvæmlega þennan sama búnað. Við höfum verði að horfa á sumar eða haust til þess að þjálfa og vonandi þá fer þetta sem fyrst í notkun eftir að þjálfun er búin og öll ytri umgjörðin er komin.“ Rafbyssur Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um rafvopnavæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur Forsætisráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna. 16. mars 2023 19:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Sigríði Björk þegar hún var á leið á fræðslufund hjá þjóðaröryggisráði í Ráðherrabústaðnum. „Það er sérstaklega verið að velta fyrir sér hvernig samhengið á milli búkmyndavélanna og rafbyssanna er, hvort þær virkjast sjálfkrafa og hvort það þurfi þá einhvern sérstakan búnað út frá þeim búkmyndavélum sem við erum með. Síðan þarf að setja reglur og þjálfa og vinna með þetta allt saman, vinna með rannsóknir og hafa samráð. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Núna erum við náttúrulega að undirbúa leiðtogafundinn þannig að við væntanlega munum ekki fara á fullt í þennan undirbúning fyrr en að honum loknum.“ Er hugmyndin sú að allir lögreglumenn gangi með rafbyssur? Nei, hugmyndin er minna mengi. Ég held að það sé ekki verið að hugsa þetta sem persónulegan úthlutaðan búnað heldur er frekar verið að reyna að byrja með ákveðið mengi ákveðinna hópa og sjá hvernig þetta gengur, læra af meðferðinni og vanda sig við innleiðinguna og notkunina. Ég held að það sé kannski mikilvægast í þessu sambandi. Þetta er nýt tog við þurfum að passa að öllum réttum ferlum sé fylgt, að við lærum af þeim mistökum sem hafa verið gerð annars staðar og nýtum þá kosti sem eru af þessu tæki.“ Sigríður var innt eftir tímaramma; hvenær hún sæi fyrir sér að lögreglumenn gætu hafið notkun á rafbyssum. „Það fer náttúrulega dálítið eftir því hvenær við náum að fá þetta til landsins. Við þurfum að þjálfa á nákvæmlega þennan sama búnað. Við höfum verði að horfa á sumar eða haust til þess að þjálfa og vonandi þá fer þetta sem fyrst í notkun eftir að þjálfun er búin og öll ytri umgjörðin er komin.“
Rafbyssur Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um rafvopnavæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur Forsætisráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna. 16. mars 2023 19:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Tekist á um rafvopnavæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45
Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur Forsætisráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna. 16. mars 2023 19:45