Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 12:31 Erling Braut Haaland hefur bókstaflega raðað inn mörkum að undanförnu fyrir Manchester City. EPA-EFE/Adam Vaughan „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira