Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 08:51 Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira