„Tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 07:30 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru á kostum í Bestu deild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Þeir hefja titilvörn sína þann 10. apríl. Lykilleikmenn hafa horfið á braut og ljóst að liðinu bíður vandasamt verkefni ætli það sér að endurtaka leikinn. „Ég lít bara á það sem skemmtilegt, spennandi og krefjandi verkefni. Blikaliðið hefur tekið dálitlum breytingum frá því á síðasta tímabili. Missum Dag Dan [Þórhallsson], Ísak Snæ [Þorvaldsson] og fleiri leikmenn. Kannski þeir tveir sem voru í stærsta hlutverkinu, tveir af betri leikmönnum deildarinnar og krefjandi verkefni að koma mönnum inn í staðinn fyrir þá. Að einhverju leyti annað lið en þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um komandi tímabil. Ísak Snær og Dagur Dan [til vinstri].VÍSIR/VILHELM Dagur Dan og Ísak Snær komu að 30 mörkum síðasta sumar „Það væri skrítið ef það væri einfalt að fylla skörð þessara tveggja gæða leikmanna, ef það væri einfalt að finna leiðir til að finna mörkin sem þeir skoruðu og lögðu upp. Og það sem þeir komu með að borðinu að öllu leyti. Til þess erum við að nota veturinn, við höfum fengið öfluga leikmenn til liðsins í staðinn.“ „Það er okkar verkefni að gera liðið klárt og það munu aðrir fá súrefni, aðrir þurfa að stíga upp þegar kemur að því að hjálpa til við sóknarleik liðsins. Svo sem áður hafa menn farið og aðrir komið í staðinn.“ No, you're not seeing double This Breiðablik player scored two identical free kicks in the same game — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 2, 2022 „Hef oft líkt þessu við hljómsveit“ „Við höfum fengið nokkra leikmenn og svo hafa verið að koma til baka leikmenn sem voru hjá okkur áður og fóru burtu í stutta stund. Höfum misst dálítið og það er þannig að það tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna, taktinum sem er í þessu liði. Ég hef oft líkt þessu við hljómsveit, trommu- og bassaleikarinn verða að vera í takt. Það getur ekki einn verið að spila rokk og hinn að spila blús, þetta verður að falla saman.“ „Menn koma úr ólíkum áttum. Við höfum fengið til okkar góða leikmenn en það hefur tekið suma aðeins lengri tíma að komast inn í þetta og ná taktinum. Á endanum held ég að það munu allir spila í sömu tóntegund.“ „Ég er mjög mjúkur maður og rólegur“ „Það held ég ekki. Ég er mjög mjúkur maður og rólegur. Held að þeir sem segi það séu að ýkja en auðvitað er það þannig að ef þú ætlar að ná árangri skiptir engu máli hvar þú sért staddur í heiminum eða hvaða starfsgrein þú ert. Það þarf að gera kröfur, á sjálfan þig og umhverfið sem þú ert í,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri harður húsbóndi. „Það getur vel verið að ég sé kröfuharður og stundum dálítið erfiður en ég held ég sé sanngjarn,“ bætti hann við. Klippa: Óskar Hrafn: Tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna „Það fylgir því engin pressa að stýra meistaraliði. Það fylgir því pressa að stjórna liði sem á að vera í fremstu röð. Pressan kemur að miklu leyti innan frá. Frá mér, frá starfsteyminu, frá leikmönnunum og frá félaginu. Kemur að einhverju leyti frá en það væri ekki gaman að þessu ef það væri ekki pressa og það væri ekkert undir. Ef hver leikur væri bara „gef mér fimmu“ þá væri ekkert gaman. Við erum í þessu, og þess umhverfi þar sem pressan kemur með árangri, við fögnum henni.“ „Ég sagði í fyrra að það væru forréttindi að vera í stöðu að það sé pressa á þér. Við búum við þau forréttindi að það skiptir fólk máli hvernig okkur gengur, hvernig við spilum. Það hafa allir skoðanir á því. Mann geta svo tekið það á tvo vegu, geta verið ósáttir við að allir hafi skoðun á því en líka bara fagnað því að það sem þú ert að gera hefur það mikla þýðingu fyrir það marga að allir hafa skoðun á því,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Ég lít bara á það sem skemmtilegt, spennandi og krefjandi verkefni. Blikaliðið hefur tekið dálitlum breytingum frá því á síðasta tímabili. Missum Dag Dan [Þórhallsson], Ísak Snæ [Þorvaldsson] og fleiri leikmenn. Kannski þeir tveir sem voru í stærsta hlutverkinu, tveir af betri leikmönnum deildarinnar og krefjandi verkefni að koma mönnum inn í staðinn fyrir þá. Að einhverju leyti annað lið en þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um komandi tímabil. Ísak Snær og Dagur Dan [til vinstri].VÍSIR/VILHELM Dagur Dan og Ísak Snær komu að 30 mörkum síðasta sumar „Það væri skrítið ef það væri einfalt að fylla skörð þessara tveggja gæða leikmanna, ef það væri einfalt að finna leiðir til að finna mörkin sem þeir skoruðu og lögðu upp. Og það sem þeir komu með að borðinu að öllu leyti. Til þess erum við að nota veturinn, við höfum fengið öfluga leikmenn til liðsins í staðinn.“ „Það er okkar verkefni að gera liðið klárt og það munu aðrir fá súrefni, aðrir þurfa að stíga upp þegar kemur að því að hjálpa til við sóknarleik liðsins. Svo sem áður hafa menn farið og aðrir komið í staðinn.“ No, you're not seeing double This Breiðablik player scored two identical free kicks in the same game — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 2, 2022 „Hef oft líkt þessu við hljómsveit“ „Við höfum fengið nokkra leikmenn og svo hafa verið að koma til baka leikmenn sem voru hjá okkur áður og fóru burtu í stutta stund. Höfum misst dálítið og það er þannig að það tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna, taktinum sem er í þessu liði. Ég hef oft líkt þessu við hljómsveit, trommu- og bassaleikarinn verða að vera í takt. Það getur ekki einn verið að spila rokk og hinn að spila blús, þetta verður að falla saman.“ „Menn koma úr ólíkum áttum. Við höfum fengið til okkar góða leikmenn en það hefur tekið suma aðeins lengri tíma að komast inn í þetta og ná taktinum. Á endanum held ég að það munu allir spila í sömu tóntegund.“ „Ég er mjög mjúkur maður og rólegur“ „Það held ég ekki. Ég er mjög mjúkur maður og rólegur. Held að þeir sem segi það séu að ýkja en auðvitað er það þannig að ef þú ætlar að ná árangri skiptir engu máli hvar þú sért staddur í heiminum eða hvaða starfsgrein þú ert. Það þarf að gera kröfur, á sjálfan þig og umhverfið sem þú ert í,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri harður húsbóndi. „Það getur vel verið að ég sé kröfuharður og stundum dálítið erfiður en ég held ég sé sanngjarn,“ bætti hann við. Klippa: Óskar Hrafn: Tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna „Það fylgir því engin pressa að stýra meistaraliði. Það fylgir því pressa að stjórna liði sem á að vera í fremstu röð. Pressan kemur að miklu leyti innan frá. Frá mér, frá starfsteyminu, frá leikmönnunum og frá félaginu. Kemur að einhverju leyti frá en það væri ekki gaman að þessu ef það væri ekki pressa og það væri ekkert undir. Ef hver leikur væri bara „gef mér fimmu“ þá væri ekkert gaman. Við erum í þessu, og þess umhverfi þar sem pressan kemur með árangri, við fögnum henni.“ „Ég sagði í fyrra að það væru forréttindi að vera í stöðu að það sé pressa á þér. Við búum við þau forréttindi að það skiptir fólk máli hvernig okkur gengur, hvernig við spilum. Það hafa allir skoðanir á því. Mann geta svo tekið það á tvo vegu, geta verið ósáttir við að allir hafi skoðun á því en líka bara fagnað því að það sem þú ert að gera hefur það mikla þýðingu fyrir það marga að allir hafa skoðun á því,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira