Sigurmarkið skoraði Birkir Heimisson í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar hann náði að koma boltanum yfir línuna eftir darraðardans í teignum.
Valsmenn hafa verið virkilega þéttir fyrir í Lengjubikarnum það sem af er og liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Hlíðarendaliðið er nú á leið í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem liðið mætir annað hvort ÍBV eða KA.
Leikur ÍBV og KA er nú þegar hafinn og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.