Leiva er 36 ára gamall og fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning árið 2005. Knattspyrnuferillinn, sem hófst hjá Gremio í heimalandinu, er því orðinn 18 ára langur.
Lucas var svo keyptur til Liverpool árið 2007 og lék með liðinu í tíu ár. Alls lék þessi varnarsinnaði miðjumaður 247 deildarleiki fyrir Bítlaborgarliðið. Hann gekk svo í raðir Lazio á Ítalíu árið 2017 og snéri svo aftur heim til Gremio fyrir yfirstandandi tímabil.
Í desember á seinasta ári var svo greint frá því að leikmaðurinn væri að glíma við hjartavandamál og gæti ekki æft og nú eru skórnir endanlega komnir upp á hillu.