Fótbolti

Gamli Liverpool maðurinn glímir við hjartavandamál og má ekki æfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Leiva og Brendan Rodgers á tíma þeirra saman hjá Liverpool.
Lucas Leiva og Brendan Rodgers á tíma þeirra saman hjá Liverpool. Getty

Lucas Leiva, fyrrum miðjumaður Liverpool, æfir ekki lengur með brasilíska félaginu Gremio og ástæðurnar eru heilsufarslegar.

Leiva deildi fréttatilkynningu Gremio þar sem er sagt frá veikindum hans en Leiva er orðinn 35 ára gamall.

„Í venjubundinni læknisskoðun á undirbúningstímabilinu þá uppgötvaðist óreglulegur hjartsláttur hjá Lucas Leiva. Hann mun af þeim sökum ekki æfa aftur með liðinu fyrr en hann hefur gengist undir ítarlegar rannsóknir og fengið aftur grænt ljós,“ sagði í fréttatilkynningunni.

Brasilíumaðurinn lék 346 leiki fyrir Liverpool frá 2007 til 2017 og hefur fengið cult stöðu hjá Liverpool enda afar vinsæll á Anfield.

Hann vann samt aðeins einn titil á tíma sínum hjá Liverpool sem var ensku deildabikarinn árið 2012.

Leiva fór frá Liverpool til Lazio árið 2017 áður en hann snéri heim til Gremio fyrir þetta tímabil.

Leiva lék á sínum tíma 24 landsleiki fyrir Brasilíu flesta árið 2011 eða tólf talsins. Hann sleit krossband í desember það ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×