Snjóflóð, svokölluð flekaflóð, hafa einnig fallið á Tröllaskaga og í Skagafirði undanfarna daga. Myndin að neðan sýnir flóð í Harðskafa sem féllu á þriðjudaginn eða aðfararnótt miðvikudags.

„Eftir marga daga af éljagangi og skafrenningi á Norðurlandi og Austfjörðum hafa byggst upp óstöðugir vindflekar í fjölbreyttum viðhorfum. Auk þess hefur verið kalt í lengri tíma og við þau skilyrði er líklegt að kantaðir kristallar vaxi og myndi veik lög í snjónum,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Útivistarfólk er beðið um að fara varlega, kynna sér snjóflóðaspár og meta aðstæður gaumgæfilega.