Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 11:46 Helgi Áss borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi við foreldra á mótmælunum í morgun. Vísir/Margrét Björk Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira