Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. mars 2023 13:01 Arndís Anna, þingmaður Pírata hefur ítrekað gagnrýnt frumvarpið og segir það skref aftur á bak. Vísir/Arnar Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. Þriðju umræðu um frumvarpið lauk síðdegis í gær og var atkvæðagreiðslu í kjölfarið frestað til klukkan korter yfir fimm í dag. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og stóð önnur umræða til að mynda yfir í ríflega hundrað klukkustundir. Klukkan hálf fimm hefur hópur flóttamanna boðað til samstöðumótmæla fyrir utan Alþingi. Um er að ræða flóttamenn frá Írak sem hafa verið hér á landi í yfir fimm ár án þess að fá dvalarleyfi og verður hent út á götuna í kjölfar lagabreytingarinnar, að því er segir í lýsingu viðburðarins á Facebook. „Þessi lög fyrir okkur þýða ekkert annað en dauðinn. Við skiljum ekki, hvar er mannúðin? Við viljum bara lifa eðlilegu lífi í þessu landi, fá tækifæri til að hefja líf okkar,“ er haft eftir þeim. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir vonbrigði að það skuli ætla að takast í þetta sinn, í fimmtu tilraun, að þröngva málinu í gegnum þingið. Verið sé að taka til baka góðar breytingar sem gerðar voru á lögunum árið 2016 og ganga lengra í öfuga átt. „Við teljum þetta mjög slæmt mál, þetta er mikil afturför. Það er ekki rétt sem að hefur komið fram í máli stjórnarþingmanna að þetta eigi að bæta skilvirkni og færa löggjöfina okkar nær nágrannaríkjunum, það er ekki það sem er að gerast. Í raun er þetta frumvarp fyrst og fremst pólitísk yfirlýsing sem lýsir tortryggni og að ákveðnu leyti andúð í garð fólks á flótta,“ segir Arndís. Engar breytingar séu að finna í frumvarpinu sem muni leysa þann vanda og þær áskoranir sem Ísland ásamt öðrum löndum heims standa frammi fyrir vegna fjölda flóttamanna. „Í ofanálag þá eru þarna ákvæði sem bent hefur verið á að geti brotið beinlínis gegn stjórnarskránni okkar. Meirihlutinn hefur staðfastlega neitað því að láta fara fram faglega úttekt á því en það var okkar örþrifakrafa sem var ekki fallist á,“ segir Arndís. Lögin skerði takmarkaðan rétt flóttamanna enn frekar Fyrst og fremst séu það ákvæði sem skerða möguleika fólks til að fá ranga ákvörðun leiðrétta og svipti þau þar með þeim grundvallarréttindum að fá mál sitt endurskoðað ýmist vegna breyttra forsendna eða á grundvelli nýrra gagna. Þá séu ákvæði sem leiði óhjákvæmilega til þess að það muni fjölga í hópi fólks sem dvelur hér jafnvel í mörg ár eftir að neitun liggur fyrir þar sem ekki er hægt að vísa þeim úr landi. Margir snúi aftur til heimalands síns en einhverjir geri það ekki af ýmsum ástæðum og endi þar með á götunni án þjónustu. Ekkert mat hafi farið fram á hvaða áhrif það muni hafa á samfélagið. „Þetta frumvarp er illa úthugsað, það er ekki búið að útfæra í rauninni afleiðingar þess, það er ekki einu sinni ljóst hverjar afleiðingarnar verða varðandi þjónustusviptingu. Svo er þarna ákvæði sem að óumdeilanlega brýtur á rétti barna með því að láta þau líða fyrir athafnir annarra og það er auðvitað bara mjög alvarlegt mál,“ segir Arndís. Til viðbótar séu atriði sem varði minni hóp, svo sem að hindra möguleika kvótaflóttafólks til fjölskyldusameiningar sem líklegt er að muni bitna til að mynda á hinsegin flóttafólki. Allt hafi þetta slæm áhrif og segir Arndís lögmenn í startholunum við að leita réttar flóttafólks sem líkur séu að brotið verði á. „Það er auðvitað eitthvað sem við ættum að hafa í huga hér á Alþingi, þegar samfélagið tekur þannig á móti löggjöf sem við erum að afgreiða, við erum ekki einu sinni búin að ganga úr skugga um það að hún standist stjórnarskrá. Það munu bara málaferli fara af stað,“ segir Arndís en staðan sé þó sú að flóttamenn hafi takmarkaða getu til að leita réttar síns fyrir dómstólum. Píratar muni gefa stjórnarliðum lokatækifæri í atkvæðagreiðslunni á eftir til að skipta um skoðun. „Við höfum lagt til breytingartillögur þar sem við leggjum í rauninni til að hvert og eitt ákvæði þessa frumvarps sem við teljum skaðlegt verði fellt brott þannig að öllum þingmönnum mun gefast tækifæri til þess að taka beina afstöðu til hverrar breytingar fyrir sig,“ segir Arndís. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31 Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. 7. febrúar 2023 15:31 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þriðju umræðu um frumvarpið lauk síðdegis í gær og var atkvæðagreiðslu í kjölfarið frestað til klukkan korter yfir fimm í dag. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og stóð önnur umræða til að mynda yfir í ríflega hundrað klukkustundir. Klukkan hálf fimm hefur hópur flóttamanna boðað til samstöðumótmæla fyrir utan Alþingi. Um er að ræða flóttamenn frá Írak sem hafa verið hér á landi í yfir fimm ár án þess að fá dvalarleyfi og verður hent út á götuna í kjölfar lagabreytingarinnar, að því er segir í lýsingu viðburðarins á Facebook. „Þessi lög fyrir okkur þýða ekkert annað en dauðinn. Við skiljum ekki, hvar er mannúðin? Við viljum bara lifa eðlilegu lífi í þessu landi, fá tækifæri til að hefja líf okkar,“ er haft eftir þeim. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir vonbrigði að það skuli ætla að takast í þetta sinn, í fimmtu tilraun, að þröngva málinu í gegnum þingið. Verið sé að taka til baka góðar breytingar sem gerðar voru á lögunum árið 2016 og ganga lengra í öfuga átt. „Við teljum þetta mjög slæmt mál, þetta er mikil afturför. Það er ekki rétt sem að hefur komið fram í máli stjórnarþingmanna að þetta eigi að bæta skilvirkni og færa löggjöfina okkar nær nágrannaríkjunum, það er ekki það sem er að gerast. Í raun er þetta frumvarp fyrst og fremst pólitísk yfirlýsing sem lýsir tortryggni og að ákveðnu leyti andúð í garð fólks á flótta,“ segir Arndís. Engar breytingar séu að finna í frumvarpinu sem muni leysa þann vanda og þær áskoranir sem Ísland ásamt öðrum löndum heims standa frammi fyrir vegna fjölda flóttamanna. „Í ofanálag þá eru þarna ákvæði sem bent hefur verið á að geti brotið beinlínis gegn stjórnarskránni okkar. Meirihlutinn hefur staðfastlega neitað því að láta fara fram faglega úttekt á því en það var okkar örþrifakrafa sem var ekki fallist á,“ segir Arndís. Lögin skerði takmarkaðan rétt flóttamanna enn frekar Fyrst og fremst séu það ákvæði sem skerða möguleika fólks til að fá ranga ákvörðun leiðrétta og svipti þau þar með þeim grundvallarréttindum að fá mál sitt endurskoðað ýmist vegna breyttra forsendna eða á grundvelli nýrra gagna. Þá séu ákvæði sem leiði óhjákvæmilega til þess að það muni fjölga í hópi fólks sem dvelur hér jafnvel í mörg ár eftir að neitun liggur fyrir þar sem ekki er hægt að vísa þeim úr landi. Margir snúi aftur til heimalands síns en einhverjir geri það ekki af ýmsum ástæðum og endi þar með á götunni án þjónustu. Ekkert mat hafi farið fram á hvaða áhrif það muni hafa á samfélagið. „Þetta frumvarp er illa úthugsað, það er ekki búið að útfæra í rauninni afleiðingar þess, það er ekki einu sinni ljóst hverjar afleiðingarnar verða varðandi þjónustusviptingu. Svo er þarna ákvæði sem að óumdeilanlega brýtur á rétti barna með því að láta þau líða fyrir athafnir annarra og það er auðvitað bara mjög alvarlegt mál,“ segir Arndís. Til viðbótar séu atriði sem varði minni hóp, svo sem að hindra möguleika kvótaflóttafólks til fjölskyldusameiningar sem líklegt er að muni bitna til að mynda á hinsegin flóttafólki. Allt hafi þetta slæm áhrif og segir Arndís lögmenn í startholunum við að leita réttar flóttafólks sem líkur séu að brotið verði á. „Það er auðvitað eitthvað sem við ættum að hafa í huga hér á Alþingi, þegar samfélagið tekur þannig á móti löggjöf sem við erum að afgreiða, við erum ekki einu sinni búin að ganga úr skugga um það að hún standist stjórnarskrá. Það munu bara málaferli fara af stað,“ segir Arndís en staðan sé þó sú að flóttamenn hafi takmarkaða getu til að leita réttar síns fyrir dómstólum. Píratar muni gefa stjórnarliðum lokatækifæri í atkvæðagreiðslunni á eftir til að skipta um skoðun. „Við höfum lagt til breytingartillögur þar sem við leggjum í rauninni til að hvert og eitt ákvæði þessa frumvarps sem við teljum skaðlegt verði fellt brott þannig að öllum þingmönnum mun gefast tækifæri til þess að taka beina afstöðu til hverrar breytingar fyrir sig,“ segir Arndís.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31 Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. 7. febrúar 2023 15:31 Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45
Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31
Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. 7. febrúar 2023 15:31
Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. 1. febrúar 2023 18:07
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54