Birkir er að reyna að losna frá liði sínu eftir jarðskjálftana í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 11:28 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. Instagram/@gordonsophie Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira
Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira