„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 10:34 Birkir Bjarnason og Sophie Gordon kærasta hans búa saman í Adana þar sem mikil eyðilegging varð af völdum jarðskjálftans í nótt. Tala látinna og slasaðra heldur áfram að hækka. @gordonsophie/Getty „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir. Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Sjá meira
Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir.
Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Sjá meira
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22