Flutt í burtu eftir áfallið og vill að Birkir komi með Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. @gordonsophie Eftir að hafa vaknað upp við jarðskjálfta að stærð 7,8, ein í íbúð þeirra Birkis Bjarnasonar í Adana, hefur fyrirsætan Sophie Gordon ákveðið að yfirgefa Tyrkland fyrir fullt og allt. Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum. Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum.
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira