5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 09:00 Rusl safnast upp á götum Parísarborgar. AP/Thomas Padilla Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. „Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins. Frakkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
„Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins.
Frakkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira