„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 07:49 Bók Trump er sögð innihalda 150 bréf frá þekktum einstaklingum. Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira