Inter naum­lega á­fram eftir að leggja rútunni í Portúgal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Inter fórnuðu sér fyrir málstaðinn í kvöld.
Leikmenn Inter fórnuðu sér fyrir málstaðinn í kvöld. EPA-EFE/JOSE COELHO

Inter Milan er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Porto í Portúgal. Inter vann fyrri leikinn 1-0 og er því komið áfram.

Það var snemma ljóst að leikmenn Inter höfðu lítinn áhuga á að sækja annað mark einvígisins í kvöld. Þeir mættu, lögðu rútunni fyrir framan mark sitt og hófu svo að múra á milli markstanganna.

Heimamenn voru mun meira með boltann, fengu fleiri og betri færi en tókst ekki að skora. Bestu færi Porto komu í uppbótartíma síðari hálfleiks en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Dramatíkin var of mikil fyrir Pepê sem fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar með rautt.

Inter, Manchester City, Chelsea, Benfica, AC Milan og Bayern München eru komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira