Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 13:17 Mynd sem var tekin er leit stóð yfir að stúlkunni. Getty/Roberto Pfeil Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. Það sást síðast til hinnar tólf ára gömlu Luise F. er hún gekk heim frá vini sínum á laugardaginn. Síðdegis á sunnudaginn fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Á blaðamannafundi sem þýska lögreglan hélt í dag var staðfest að Luise hafi verið myrt. Krufning hafi leitt í ljós að hún hafi verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Ekki virðist vera sem hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Jafnöldrur grunaðar um morðið Fjölmiðlar hafa í dag fullyrt að tvær stelpur á sama aldri og Luise séu grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti á blaðamannafundinum að sönnunargögn gefi til kynna að tvö börn eigi hlut að máli. Um sé að ræða börn sem eru tólf og þrettán ára gömul. Lögreglan gerir því ráð fyrir því að ekki verði hægt að sækja þau til saka þar sem sakhæfisaldur þar í landi er fjórtán ára. Börnin séu nú í umsjón viðeigandi yfirvalda. Þá segir lögreglan að ekki sé grunur um að fleira fólk hafi átt aðild að morðinu. Ætlar að halda börnunum heima þar til málið er leyst Bærinn Freudenberg er ekki ýkja stór en þar búa rúmlega átján þúsund manns. Samkvæmt RTL er samfélagið í áfalli vegna morðsins. Faðir sem ræðir við fjölmiðilinn segir að hann ætli ekki að hleypa börnunum sínum í skólann fyrr en lögreglan kemst til botns í málinu. „Bara þegar búið er að leysa málið,“ er haft eftir föðurnum. Erlend sakamál Þýskaland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Það sást síðast til hinnar tólf ára gömlu Luise F. er hún gekk heim frá vini sínum á laugardaginn. Síðdegis á sunnudaginn fannst lík hennar í grennd við gömul göng. Á blaðamannafundi sem þýska lögreglan hélt í dag var staðfest að Luise hafi verið myrt. Krufning hafi leitt í ljós að hún hafi verið stungin nokkrum sinnum með hníf og að hún hafi látist í kjölfar þess. Ekki virðist vera sem hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Jafnöldrur grunaðar um morðið Fjölmiðlar hafa í dag fullyrt að tvær stelpur á sama aldri og Luise séu grunaðar um morðið. Lögreglan staðfesti á blaðamannafundinum að sönnunargögn gefi til kynna að tvö börn eigi hlut að máli. Um sé að ræða börn sem eru tólf og þrettán ára gömul. Lögreglan gerir því ráð fyrir því að ekki verði hægt að sækja þau til saka þar sem sakhæfisaldur þar í landi er fjórtán ára. Börnin séu nú í umsjón viðeigandi yfirvalda. Þá segir lögreglan að ekki sé grunur um að fleira fólk hafi átt aðild að morðinu. Ætlar að halda börnunum heima þar til málið er leyst Bærinn Freudenberg er ekki ýkja stór en þar búa rúmlega átján þúsund manns. Samkvæmt RTL er samfélagið í áfalli vegna morðsins. Faðir sem ræðir við fjölmiðilinn segir að hann ætli ekki að hleypa börnunum sínum í skólann fyrr en lögreglan kemst til botns í málinu. „Bara þegar búið er að leysa málið,“ er haft eftir föðurnum.
Erlend sakamál Þýskaland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira