Íslenski boltinn

Mynd­brot frá heim­sókn Baldurs til Blika

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það er nóg að gera hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Blika á undirbúningstímabilinu.
Það er nóg að gera hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Blika á undirbúningstímabilinu. Vísir

Fyrsti þáttur af Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld en þar heimsækir Baldur Sigurðsson lið Breiðabliks.

Þáttaröðin Lengsta undirbúningstímabil í heimi hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld en fyrsti þátturinn er á dagskrá klukkan 21:05. Í þáttaröðinni heimsækir Baldur sex lið úr Bestu deild karla þar sem hann ræðir við þjálfara, leikmann og tekur þátt á æfingu þar sem hann verður með hljóðnema á sér.

Í fyrsta þættinum heimsækir Baldur lið Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann ræðir þar við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara liðsins og er með á æfingu liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot úr þætti kvöldsins þar sem Óskar Hrafn fer yfir með leikmönnum hvað sé framundan á æfingu liðsins og biður þá um að sýna Baldri enga miskunn.

Myndbrotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Stikla úr þætti 1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×