Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 11:53 Bergur Þorkelsson segir nokkur atriði hafa verið erfið sjómönnum, til að mynda veiking á slysa- og veikingarétti. Vísir/Vilhelm Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“ Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira