Erlent

Réttar­höldum yfir meintum þjóðar­morðingja frestað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Félicien Kabuga er orðinn níutíu ára gamall.
Félicien Kabuga er orðinn níutíu ára gamall. Sameinuðu þjóðirnar

Réttarhöldum yfir Félicien Kabuga við Stríðsglæpadómstólinn í Haag var í dag frestað þar sem lögmenn hans segja hann vera með elliglöp. Kabuga er sagður hafa hvatt til þjóðarmorða gegn Tútsis-þjóðflokknum í Rúanda.

Um það bil 800 þúsund Tútsar voru drepnir í Rúanda árið 1994 af öðrum þjóðflokki, Hútus-þjóðflokknum, sem Kabuga tilheyrir. 

Kabuga stýrði vinsælli útvarpsstöð þar sem hann er sagður hafa hvatt Húta til þess að myrða Tútsa. Með því hafi hann ýtt frekar undir þetta stærsta fjöldamorð Afríku. Þá fjármagnaði hann að einhverju leyti her Húta.  

Kabuga flúði frá Rúanda á tíunda áratugnum en fannst í Frakklandi í bænum Asnieres-Sur-seine árið 2020. Þar hafði hann verið í felum um nokkurt skeið. 

Réttarhöld yfir Kabuga hófust í Haag í september á síðasta ári en nú hefur þeim verið frestað þar sem lögmenn hans halda því fram að hann sé með elliglöp og því sé ekki hægt að rétta yfir honum. Þau fara líklegast aftur í gang þegar búið er að leggja mat á heilsu hans en Kabuga er orðinn níutíu ára gamall.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×