„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Snorri Másson skrifar 11. mars 2023 09:16 Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði. Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði.
Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55