Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. mars 2023 07:00 Ólafur Róbert Rafnsson er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi. Vísir/Ívar Fannar Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum. TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verið greint frá því að erlendis hafi kjörnir fulltrúar og embættismenn verið beðnir um að hætta notkun samfélagsmiðilsins TikTok. Ástæðan er sögð hætta á að gögnum um þá verði lekið, noti þeir forritið. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er sá eini úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem notað hefur miðilinn. Hann hefur þó ekki birt myndband þar síðan árið 2021. „Ég veit nú ekki hvað það væri í fari mennta- og barnamálaráðherra hjá 350 til 400 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi, sem þeir hefðu áhuga á að skoða í gegnum símann minn. Þannig verði þeim að því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. „En auðvitað er þetta bara eitthvað sem hlýtur að vera skoðað miðlægt hjá hinu opinbera.“ Eins með TikTok og önnur forrit Ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi telur ekki tilefni til að hafa sérstakar áhyggjur af TikTok í þessu samhengi. Ég myndi nú ekki halda það en ég skil það náttúrulega vel að menn hafi áhyggjur af því að menn séu að nota þessi tæki, og tæknina, í einhverjum öðrum tilgangi en þau eru ætluð til. Þetta er alveg eins með önnur kerfi og forrit sem við notum, það er auðvitað vissulega hægt að nýta þau með einhverjum öðrum hætti en þau eru ætluð,“ segir Ólafur Róbert Rafnsson. Málið snúist frekar um pólitík en öryggismál Kínverskt eignarhald á TikTok skilji miðilinn hins vegar frá öðrum. „Þannig að ég skil mjög vel að Bandaríkjamenn vilji núna passa það að þeirra embættismenn séu ekki með þetta forrit á sínum tækjum. Því þetta forrit er auðvitað tengt inn í miðlæg kerfi í Kína,“ segir Ólafur Róbert. Ólafur Róbert telur að málið snúist mun frekar um pólitík heldur en beina hættu af notkun TikTok. Hugbúnaður sem fólk veit ekki af og fer fram hjá öryggistillingum tækjanna sé mun meira áhyggjuefni. Aðalmálið sé að umgangast tækin af varúð. Þannig að þú telur nokkuð hættulaust fyrir íslenska ráðherra að vera á TikTok? Þeir þurfa auðvitað að gera það upp við sig, hvort sem það er TikTok eða annar hugbúnaður, en ég myndi halda að það væri auðvitað gott að setja þessi tæki til hliðar ef menn eru að ræða þjóðaröryggismál eða eitthvað þannig,“ segir Ólafur Róbert að lokum.
TikTok Öryggis- og varnarmál Netöryggi Tengdar fréttir Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55