Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 12:18 Carlson hefur gerst uppvís að því að segja eitt á skjánum en annað bak við tjöldin og óvíst hvort hann trúir því sjálfur sem hann heldur fram um óeirðirnar. Getty/Jason Koerner Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira