Innlent

Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tillagan var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag.
Tillagan var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. vísir/vilhelm

Til­laga borga­stjóra um framtíðar­starfs­semi á starfs­semi Borg­ar­skjala­safns var samþykkt í borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag með ell­efu at­kvæðum gegn tíu.

Nokkuð heitar umræður sköpuðust á fundi borgarstjórnar í dag. 

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði til að tillagan um lokun Borgarskjalasafns yrði vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Sú tillaga var felld líkt og breytingartillaga minnihlutans. 

Ákvörðun borgarstjórnar um að loka borgarskjalasafni er ansi umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs hefur hins vegar sakað borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×