Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2023 14:14 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32