Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:16 Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13