Erlent

Lenti undir tré og lést

Máni Snær Þorláksson skrifar
Frá garðinum þar sem slysið átti sér stað.
Frá garðinum þar sem slysið átti sér stað. Twitter/Slökkviliðið í Santa Clara

Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll.

Slysið átti sér stað í Rancho San Antonio County Park um klukkan 10 um morguninn í gær. Haft var samband við neyðaraðila þegar tréð féll á móðurina. Samkvæmt frétt NBC um málið kemur fram að hópurinn hafi reynt hvað hann gat að lyfta trénu af henni en án árangurs.

Í yfirlýsingu frá samtökum skátanna er staðfest að foreldri eins skátans hafi látist í göngunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að enginn annar í hópnum hafi slasast.

Slökkviliðið á svæðinu birti færslu á samfélagsmiðlinum Twitter um málið. Þar kemur fram að móðirin hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×