Katrín Tanja skiptir bókstaflega um lit á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 08:20 Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að breyta mörgum hlutum hjá sér á nýju ári. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir missti af heimsleikunum í fyrra þeim fyrstu í átta ár. Katrín hefur breytt miklu síðan þá. Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað. CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað.
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira