Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 22:16 Meðlimum þríeykisins svokallaða bárust mjög alvarlegar, og oft ógeðslegar, hótanir. Vísir/Vilhelm Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, stóðu í eldlínunni á meðan faraldur kórónuveirunnar hér á landi stóð sem hæst. Þau þurftu að taka erfiðar ákvarðanir á borð við strangar sóttvarnaraðgerðir og kynna þær fyrir almenningi. Margir voru óánægðir og sumir sýndu óánægju sína í verki á óvæginn hátt. „Drullastu til að opna líkamsræktarstöðvar skítahrappurinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að loka landinu, litli skíturinn þinn? Settu það á kassann að það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig,“ er meðal skilaboða sem Þórólfur las upp í nýjasta þætti Storms, sem sýndur var á RÚV í kvöld. „Fokking leðurhommadraslið þitt, dreptu þig. Eina sem ég vil er að fara á skíði,“ er annað dæmi um skilaboð sem honum bárust. Sér eftir að hafa sýnt eiginkonunni skilaboðin Í þættinum segir Þórólfur að hann hafi „asnast“ til þess að sýna eiginkonu sinni skilaboðin sem hann fékk og að hún hafi farið í kerfi við það. „Ég hefði ekki átt að sýna henni þetta,“ segir hann. Sara Hafsteinsdóttir, eiginkona Þórólfs, segir að símtölin sem bárust á heimilið hafi verið orðin ansi þreytandi á tímabili. „Ég var alltaf að segja mönnum víðsvegar af landinu að ég ynni ekki hjá Landlæknisembættinu og gæti ekki bjargað þeim úr sóttkví eða einhverju slíku og það endaði með því að við bara sögðum símanum upp,“ segir hún. Öryggiskerfi beintengt við lögregluna Víðir segir að þau hafi öll þrjú verið með öflugt öryggiskerfi sem var beintengt við stjórnstöð lögreglu. Um leið og það fór í gang hafi lögregla mætt með viðbúnað. Þórólfur segir þau hjónin hafa vaknað við símtal frá lögreglu eina nóttina og skömmu síðar hafi hún verið mætt heim til þeirra. „Garðurinn var fullur af sérsveitarmönnum með vasaljós og hríðskotabyssur eða eitthvað svoleiðis og líka fyrir framan og þetta var svona eins og í bíómynd,“ segir hann. „Auðvitað er manni ekki alveg sama“ Í þættinum les Alma upp athugasemd á Facebook sem skaut þeim öllum skelk í bringu. „Það ætti að taka menn eins og Víðir, það er náttúrulega ekki rétt beygt, og þríeykið, fara með þau út í bakgarð og nota þrjár kúlur á þetta viðbjóðslega glæpahyski,“ sagði Alma. „Þetta er ekki fyrsta og ekki önnur. Og það er áhugavert að sjá hversu margir læka færslu þar sem er lagt til að við séum dregin út í garð og skotin í hnakkann,“ segir Víðir. Þá vísar Víðir til fréttaflutnings af því þegar skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með riffli. „Svo þegar maður sér svona fréttir þar sem einhver beinlínis skýtur á glugga og bíla þá auðvitað er manni ekki alveg sama,“ segir Víðir. Sara segir að hún geri sér grein fyrir því að þeir sem fremji slíkan verknað eða hóti öðru eins sé veikt fólk. Henni finnist slíkt samt óþægilegt. „Þegar ég stend við gluggann alveg nyrst á Nesinu við bílaumferðina, maður væri svona easy target í glugganum,“ segir Þórólfur. Víðir tekur undir og segir sér ekki hafa liðið vel þegar hann stóð við eldhúsgluggann að vaska upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira