„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2023 19:29 Sara Dögg Sigurðardóttir. Vísir/ÍVAR Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“ Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira