Innlent

„Það er allt á upp­leið, það er bara þannig“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
FotoJet - 2023-03-05T141710.287

Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum.

Í tilkynningu á vef Íslandsbanka er farið yfir verðbólguna og hvaða áhrif hún hefur haft. Þar er meðal annars til tekið hvað hafi hækkað mest í verði síðasta árið. 

Þar er til tekið hvað hefur hækkað mest. Meðal þess sem hækkað hefur mest í verði er pasta, sem hefur hækkað um 19 prósent, og díselolía, sem hefur hækkað um 25 prósent. Hástökkvarinn á lista Íslandsbanka er hins vegar kál, sem er 31 prósenti dýrara nú en fyrir ári síðan. 

Þó hækkana gæti víða er einnig bent á nokkra þætti sem hafa lækkað í verði síðastliðið ár. Þannig hafi símaþjónusta lækkað um ellefu prósent, sjónvörp, útvörp og myndspilarar um fjögur prósent og leikjatölvur og tölvuleikir um þrjú prósent. Það eru þó kannski ekki þær verðlagsbreytingar sem fólk finnur hvað mest fyrir í daglegu lífi.

Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við fólk á förnum vegi um hvort það væri farið að finna fyrir áhrifum verðbólgunnar, og þá hvar. Það má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×