Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Andrea Staccioli/Getty Images Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira