Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 07:00 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Vísir/Stöð 2 Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti